X

Veitingahús Nings eru opin alla daga frá 11:30 – 22:00

Um Nings

Í gegnum árin hefur Nings verið leiðandi í nýungum og innleiðingu nýrra rétta og siða í asískri matargerð á Íslandi

Nings í yfir 20 ár

Fyrsti veitingastaður Nings var opnaður við Suðurlandsbraut 6 sumarið 1991. Strax frá upphafi var Nings leiðandi á skyndibitamarkaði á Íslandi og kynnti til leiks ýmsar nýungar. Nings var um árabil stærsti innflytjandi á asískum vörum og fersku grænmeti frá Thailandi, var fyrst veitingahúsa til að að framleiða ferskt sushi daglega og til að selja sushi í verslanir. Nings kynnti einnig Konyaku fyrir Íslendingum en úr því voru unnar núðlur sem eru sérlega hollar og grennandi. Þá kom Nings með tofunúðlur á markaðinn, einnig bokhveiti- og green tea núðlur. Nings kynnti Íslendinga einnig fyrir tofukjöti sem er vara búin til úr soya en smakkast sem besti kjúklingur. Nings hefur frá upphafi eingöngu notað kolestrol lausa repjuolíu í alla matargerð.

Á Nings er eingöngu notað ferskt grænmeti og ferskar kryddjurtir sem er trygging neytandans fyrir góðum og hollum mat. Þá var Nings fyrsti veitingastaðurinn sem vakti athygli á óhollustu MSG og hefur ekki notað það við matargerðina.

Árið 1998 opnaði Nings sinn annan veitingastað í Hlíðasmára 12 í Kópavogi og var hann strax vel sóttur. Þriðji staðurinn var svo opnaður við Stórhöfða 17 árið 2004. Nings rekur einnig veisluþjónustu og sushigerð sem þjónar Nings stöðunum, matvöruverslunum og öðrum veisluþjónustum. Veisluþjónusta Nings og skrifstofur fyrirtækisins eru til húsa að Vagnhöfða 13.

 

Lífrænn Búskapur

Bjarni Óskarsson og Hrafnhildur Ingimarsdóttir, eigendur Nings, reka einnig lífrænan búskap og ræktun á jörð sinni að Völlum í Svarfaðardal. Þar eru ræktaðar ýmsar lífrænar jurtir og grænmeti sem notaðar eru á Nings t.d. gulrætur, mitzuna salat, koriander, spinat, chilli o.fl. Það er stefna þeirra að auka þessa ræktun bæði í magni og tegundum.

 

Stefna Nings

Stefna Nings er að vera leiðandi á Íslandi í austurlenskri matargerð, vera fyrstir með nýungar og veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Nings kappkostar að bjóða uppá hollan og góðan mat á sanngjörnu verði.

 

Umhverfisstefna Nings

Stefna Nings hefur frá upphafi verið sú að lifa í sátt við umhverfið og haga innkaupum og förgun eftir því. Nings flokkar allt sorp og öll umfram matarolía fer í endurvinnslu þar sem unnið er úr henni bio-diesel.

Bílafloti Nings er að mestu knúinn diesel olíu og metan. Umbúðir undir matinn eru annarsvegar úr pappa sem má endurnýta eða brenna og hinsvegar í plastbökkum sem eru margnota og þola það að fara í örbylgju og uppþvottavél. Plastöskjurnar eru upplagðar til að geyma og nota undir mat. Burðarpokarnir eru úr endurunnum pappír.

Comments are closed.