Um okkur

Nings hefur í 30 ár verið leiðandi í asískri matargerð á Íslandi.

Fyrsti veitingastaður Nings var opnaður við Suðurlandsbraut 6 sumarið 1991. Strax frá upphafi var Nings leiðandi á skyndibitamarkaði á Íslandi og kynnti til leiks ýmsar nýungar. Nings var um árabil stærsti innflytjandi á asískum vörum og fersku grænmeti frá Asíu.

Á Nings er notað ferskt grænmeti, ferskar kryddjurtir og fyrsta flokks kjöt og fiskur sem er trygging neytandans fyrir góðum og hollum mat.

Árið 1998 opnaði Nings sinn annan veitingastað í Hlíðasmára 12 í Kópavogi. Þriðji staðurinn var opnaður við Stórhöfða 17 árið 2004.

Lífrænn búskapur

Eigendur Nings reka einnig lífrænan búskap og ræktun á jörð sinni að Völlum í Svarfaðardal. Þar eru ræktaðar ýmsar lífrænar jurtir og grænmeti sem notaðar eru á Nings t.d. gulrætur, mitzuna salat, koriander, spinat, chilli o.fl. Það er stefna okkar að auka þessa ræktun bæði í magni og tegundum.

Stefna Nings

Stefna Nings er að vera leiðandi á Íslandi í austurlenskri matargerð, vera fyrstir með nýungar og veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Nings kappkostar að bjóða uppá hollan og góðan mat á sanngjörnu verð.

Umhverfisstefna Nings

Stefna Nings hefur frá upphafi verið sú að lifa í sátt við umhverfið og haga innkaupum og förgun eftir því. Nings flokkar allt sorp og öll umfram matarolía fer í endurvinnslu þar sem unnið er úr henni bio-diesel.

© 1991 - 2024Site by: Upsell